Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2016 20:00 Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. Göngin verða á leiðinni milli Stafangurs og Haugasunds. Til að fá samanburð þá eru einu neðansjávargöng Íslendinga, Hvalfjarðargöngin, nærri 6 kílómetra löng. Ef menn vildu göng milli Reykjavíkur og Akraness þá er vegalengdin þar á milli átján kílómetrar. Göngin sem Norðmenn áforma núna verða hins vegar 27 kílómetra löng, álíka og milli Álftaness og Keflavíkur. Þau verða undir Bóknafjörðinn norðan við borgina Stafangur en þar þurfa vegfarendur á leið til Haugasunds að taka ferju. Þetta er raunar en fjölfarnasta ferjuleið Noregs enda er hún á helsta þjónustusvæði norska olíuiðnaðarins og tengir meðal annars olíuhöfuðborgina Stafangur við stærstu gasvinnslustöð landsins á Kårstö.Stórt loftinntak verður í skeri á firðinum til að tryggja góða loftræstingu.Grafík/Vegagerð Noregs.Norsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að gera ferjulausan þjóðveg meðfram vesturströnd Noregs, milli Kristjánssands, Stafangurs, Björgvinjar og Þrándheims, og verða þessi göng einn stærsti áfanginn í því verkefni. Þau verða ekki aðeins lengstu bílagöng heims undir sjó heldur einnig þau dýpstu og ná niður á 390 metra dýpi undir sjávarmáli. Þau verða tvöföld, með tvær akreinar í hvora átt og verða neyðargangar á milli. Þau verða svo löng að sérstakur loftræstistokkur með loftinntaki verður boraður upp í sker á firðinum. Og til að ökumenn slævist ekki á löngum tilbreytingarlitlum akstri verður höfð öðruvísi lýsing á nokkrum stöðum í göngunum til að skapa gervihimin og gervilandslag. Göngin stytta ferðatíma vegfarenda um 40 mínútur og kosta um 200 milljarða íslenskra króna. Um 80 prósent kostnaðar verða greidd með veggjöldum en um 20 prósent með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Stórþingið tillöguna eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári og taka sjö til átta ár en ráðgert er að göngin verði tilbúin á árabilinu 2024 til 2025.Göngin verða tvöföld, með tveim akreinum í hvora átt. Neyðargangar verða á milli ganganna.Grafík/Vegagerð Noregs. Tengdar fréttir Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00 Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. Göngin verða á leiðinni milli Stafangurs og Haugasunds. Til að fá samanburð þá eru einu neðansjávargöng Íslendinga, Hvalfjarðargöngin, nærri 6 kílómetra löng. Ef menn vildu göng milli Reykjavíkur og Akraness þá er vegalengdin þar á milli átján kílómetrar. Göngin sem Norðmenn áforma núna verða hins vegar 27 kílómetra löng, álíka og milli Álftaness og Keflavíkur. Þau verða undir Bóknafjörðinn norðan við borgina Stafangur en þar þurfa vegfarendur á leið til Haugasunds að taka ferju. Þetta er raunar en fjölfarnasta ferjuleið Noregs enda er hún á helsta þjónustusvæði norska olíuiðnaðarins og tengir meðal annars olíuhöfuðborgina Stafangur við stærstu gasvinnslustöð landsins á Kårstö.Stórt loftinntak verður í skeri á firðinum til að tryggja góða loftræstingu.Grafík/Vegagerð Noregs.Norsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að gera ferjulausan þjóðveg meðfram vesturströnd Noregs, milli Kristjánssands, Stafangurs, Björgvinjar og Þrándheims, og verða þessi göng einn stærsti áfanginn í því verkefni. Þau verða ekki aðeins lengstu bílagöng heims undir sjó heldur einnig þau dýpstu og ná niður á 390 metra dýpi undir sjávarmáli. Þau verða tvöföld, með tvær akreinar í hvora átt og verða neyðargangar á milli. Þau verða svo löng að sérstakur loftræstistokkur með loftinntaki verður boraður upp í sker á firðinum. Og til að ökumenn slævist ekki á löngum tilbreytingarlitlum akstri verður höfð öðruvísi lýsing á nokkrum stöðum í göngunum til að skapa gervihimin og gervilandslag. Göngin stytta ferðatíma vegfarenda um 40 mínútur og kosta um 200 milljarða íslenskra króna. Um 80 prósent kostnaðar verða greidd með veggjöldum en um 20 prósent með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Stórþingið tillöguna eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári og taka sjö til átta ár en ráðgert er að göngin verði tilbúin á árabilinu 2024 til 2025.Göngin verða tvöföld, með tveim akreinum í hvora átt. Neyðargangar verða á milli ganganna.Grafík/Vegagerð Noregs.
Tengdar fréttir Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00 Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00
Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21