Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason eru markaskorar. Og dansarar? vísir/getty Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00