Finni setur hraðaheimsmet á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 10:33 Finnski áhættuökumaðurinn Vesa Kivimaki setti nýverið hraðaheimsmet í akstri bíla á tveimur hjólum. Það eru afar fáir ökumenn sem kunna að aka bíl aðeins á tveimur hjólum, en Vesa tókst að gera það á 186,3 km hraða. Til þess að þetta hafi verið gerlegt varð Finninn lunkni að hafa skotheld dekk undir bílnum. Það hefur ávallt verið takmarkandi þáttur þegar ekið er á tveimur hjólum, hvort sem um er að ræða metslátt í hraða eða vegalengd því dekkin slitna óheyrilega við að keyra á jöðrum þeirra. Vesa Kivimaki sagði að hann hefði lengi haft augastað á þessu hraðameti en það sé einfaldlega ekki gerlegt nema hafa svona dekk undir bíl sínum. Það tókst þó að þessu sinni. Vesa leitaði til finnska dekkjaframleiðandan Nokian til að útvega sér dekk sem þyldu þetta álag og Nokian notaði efnið aramid við smíði þeirra, en það er sérlega sterkt efni og þolir hita mjög vel og sérsmíðaði Nokian dekkin fyrir Vesa. Bíllinn sem Vesa notaði við metsláttinn var BMW 335i Coupe, enda þarf líka að hafa krafta í kögglum til að aka bíl á tveimur dekkjum á 186,3 hraða. Fyrra hraðametið var 181,3 km/klst í eigu Svíans Goran Eliason og var það sett árið 1997. Það var því komið til ára sinna. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent
Finnski áhættuökumaðurinn Vesa Kivimaki setti nýverið hraðaheimsmet í akstri bíla á tveimur hjólum. Það eru afar fáir ökumenn sem kunna að aka bíl aðeins á tveimur hjólum, en Vesa tókst að gera það á 186,3 km hraða. Til þess að þetta hafi verið gerlegt varð Finninn lunkni að hafa skotheld dekk undir bílnum. Það hefur ávallt verið takmarkandi þáttur þegar ekið er á tveimur hjólum, hvort sem um er að ræða metslátt í hraða eða vegalengd því dekkin slitna óheyrilega við að keyra á jöðrum þeirra. Vesa Kivimaki sagði að hann hefði lengi haft augastað á þessu hraðameti en það sé einfaldlega ekki gerlegt nema hafa svona dekk undir bíl sínum. Það tókst þó að þessu sinni. Vesa leitaði til finnska dekkjaframleiðandan Nokian til að útvega sér dekk sem þyldu þetta álag og Nokian notaði efnið aramid við smíði þeirra, en það er sérlega sterkt efni og þolir hita mjög vel og sérsmíðaði Nokian dekkin fyrir Vesa. Bíllinn sem Vesa notaði við metsláttinn var BMW 335i Coupe, enda þarf líka að hafa krafta í kögglum til að aka bíl á tveimur dekkjum á 186,3 hraða. Fyrra hraðametið var 181,3 km/klst í eigu Svíans Goran Eliason og var það sett árið 1997. Það var því komið til ára sinna.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent