Bandaríska R&B söngkonan Ciara tilkynnti í gær, á afmælisdaginn sinn, að hún ætti von á sínu öðru barni. Hún giftist eiginmanni sínum, ruðningsboltakappanum Russell Wilson, í júlí í sumar. Þetta verður fyrsta barnið hans en hún á tveggja ára strák með rapparanum Future.
Miklar vangaveltur hafa verið á seinustu vikum um hvort að hún hafi verið orðin ólétt. Hún mætti á nokkra opinbera viðburði í óvenju víðum fötum.

