Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2016 20:00 Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira