Eigandi Topshop í djúpum skít Ritstjórn skrifar 20. október 2016 19:45 Philip Green er umdeildur viðskiptamaður. Mynd/Getty Alþingismenn Bretlands hafa kosið um að Sir Philip Green, eigandi Topshop, skuli vera sviptur riddarakrossi sínum sem hann fékk frá Elísabetu Bretlandsdrottningu. Green hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir viðskiptahætti sína en til að mynda borgar hann ekki skatta í Bretlandi þar sem hann er með lögheimili í Mónakó. Kornið sem fyllti mælinn hjá þingmönnum Bretlands var meðal annars það hvernig Philið fór með bresku keðjuna BHS, eða British Home Store. Hann seldi keðjuna á seinasta ári fyrir eina milljón punda eftir að hafa nánast hætt að veita verslununum athygli. Í kjölfarið eftir að hann seldi þurfti að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og um 11.000 manns misstu vinnuna sína. Almenningur í Bretlandi og þingið þykir þessir viðskiptahættir óásættanlegir og telja nauðsynlegt að Green verði sviptur þessum mikla heiðri sem hann hlotnaðist frá Elísabetu. Þverpólitískur stuðningur var á bakvið kosninguna en hærri nefnd þarf að samþykkja tillöguna svo að hún gangi í gegn. Philip Green gerði bresku verslunarkeðjuna Topshop að því sem hún er í dag enda er hann einn þekktasti viðskiptamaður Bretlands. Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour
Alþingismenn Bretlands hafa kosið um að Sir Philip Green, eigandi Topshop, skuli vera sviptur riddarakrossi sínum sem hann fékk frá Elísabetu Bretlandsdrottningu. Green hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir viðskiptahætti sína en til að mynda borgar hann ekki skatta í Bretlandi þar sem hann er með lögheimili í Mónakó. Kornið sem fyllti mælinn hjá þingmönnum Bretlands var meðal annars það hvernig Philið fór með bresku keðjuna BHS, eða British Home Store. Hann seldi keðjuna á seinasta ári fyrir eina milljón punda eftir að hafa nánast hætt að veita verslununum athygli. Í kjölfarið eftir að hann seldi þurfti að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og um 11.000 manns misstu vinnuna sína. Almenningur í Bretlandi og þingið þykir þessir viðskiptahættir óásættanlegir og telja nauðsynlegt að Green verði sviptur þessum mikla heiðri sem hann hlotnaðist frá Elísabetu. Þverpólitískur stuðningur var á bakvið kosninguna en hærri nefnd þarf að samþykkja tillöguna svo að hún gangi í gegn. Philip Green gerði bresku verslunarkeðjuna Topshop að því sem hún er í dag enda er hann einn þekktasti viðskiptamaður Bretlands.
Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour