Mercedes með nýja línu-sexu í S-Class Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2016 16:55 Sex strokka línuvélin frá Benz. Fyrir um tveimur áratugum síðan voru 6 strokka bensínvélar með strokkana í beinni línu algengar undir vélarhlífum bíla, en öllu fátíðari nú. Þessu ætlar Mercedes Benz að breyta með nýrri línu-sexu, eins og þær eru stundum kallaðar, og er þar á ferð mjög öflug og tæknivædd vél. Þessi vél hefur framleiðslunúmerið M256 og er skráð fyrir 408 hestöflum. Henni er ætlað að vera í S-Class bíl Mercedes Benz, en mun væntanlega sjást í fleiri bílum fyrirtækisins. Nýja sex strokka línuvélin er reyndar hluti af heilli fjölskyldu nýrra véla frá Mercedes Benz sem allar eru með sömu breidd strokka, þ.e. 90 mm, en eru 4, 6 og 8 strokka og bæði bensín- og dísilvélar. Sex strokka línuvélin er sérstaklega hönnuð til að vera í tengiltvinnbílum Benz bíla. Hún er með rafdrifinni forþjöppu sem snúist getur 70.000 snúninga á innan við 0,3 sekúndum, auk hefðbundinnar forþjöppu og því verður ekki um að ræða neitt forþjöppuhik. Sprengirými þessarar vélar er 3 lítrar en hestöflin samt 408 og því hefur Mercedes Benz tekist að ná miklu útúr takmörkuðu sprengirýminu. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent
Fyrir um tveimur áratugum síðan voru 6 strokka bensínvélar með strokkana í beinni línu algengar undir vélarhlífum bíla, en öllu fátíðari nú. Þessu ætlar Mercedes Benz að breyta með nýrri línu-sexu, eins og þær eru stundum kallaðar, og er þar á ferð mjög öflug og tæknivædd vél. Þessi vél hefur framleiðslunúmerið M256 og er skráð fyrir 408 hestöflum. Henni er ætlað að vera í S-Class bíl Mercedes Benz, en mun væntanlega sjást í fleiri bílum fyrirtækisins. Nýja sex strokka línuvélin er reyndar hluti af heilli fjölskyldu nýrra véla frá Mercedes Benz sem allar eru með sömu breidd strokka, þ.e. 90 mm, en eru 4, 6 og 8 strokka og bæði bensín- og dísilvélar. Sex strokka línuvélin er sérstaklega hönnuð til að vera í tengiltvinnbílum Benz bíla. Hún er með rafdrifinni forþjöppu sem snúist getur 70.000 snúninga á innan við 0,3 sekúndum, auk hefðbundinnar forþjöppu og því verður ekki um að ræða neitt forþjöppuhik. Sprengirými þessarar vélar er 3 lítrar en hestöflin samt 408 og því hefur Mercedes Benz tekist að ná miklu útúr takmörkuðu sprengirýminu.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent