Sveitarfélögin hafna hvert á fætur öðru "kaleiknum úr kjararáði“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. nóvember 2016 07:15 Bæjarstjórn Kópavogs ákvað með öllum ellefu atkvæðum að miða ekki við hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. mynd/kópavogsbær Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira