Dagur gegn einelti í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:45 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir stjórnarmaður og Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri í Erindi, samtökum um samskipti og skólamál. Vísir/GVA „Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016 Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
„Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira