Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu.
Þegar Guðni veitti Bjarna stjórnarmyndunarumboðið síðastliðinn miðvikudag bað forsetinn hann um að vera í sambandi við sig um helgina eða í byrjun þessarar viku til að upplýsa um stöðu mála vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna.
Um helgina ræddu Bjarni, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar saman.
Í samtali við Vísi segir Óttarr að þeir hafi ekki fundað, heldur bara „heyrst í raun og veru til þess að ræða að það væri ekkert sérstakt að frétta,“ eins og hann orðar það. Þá sagðist Óttarr ekki hafa rætt við forystufólk í öðrum flokkum um helgina.
Engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður væru því hafnar.
Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson né Benedikt Jóhannesson við vinnslu fréttarinnar.
Bjarni ræddi við Guðna í dag

Tengdar fréttir

Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu
Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi.

Útilokar fjögurra flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur besta kostinn fyrir þjóðina vera ríksstjórn sem felur í sér samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili
Bjarni Benediktsson fundaði með þingflokki sínum í gær. Hlé verður á viðræðum um helgina á meðan Bjarni hugsar um framhaldið. Hvorki Óttarr Proppé né Benedikt Jóhannesson funduðu með Bjarna í gær og eru ekki boðaðir á fund.