Sá sem ég sé er ekki ég Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 10:00 Ósk eftir Pál Kristin Pálsson. Bækur Ósk Páll Kristinn Pálsson Útgefandi EPOS útgáfa 2016. Fjöldi síðna 302 Skáldsagan Ósk eftir Pál Kristin Pálsson fjallar um málefni sem ekki hefur farið hátt í íslenskum skáldskap; upplifun drengs af því að vera stúlka í röngum líkama. Það er því með forvitni og eftirvæntingu sem lesandinn hefur lesturinn, maður hlakkar til að kynnast þessum dreng/stúlku og fá að skyggnast inn í sálarlíf hans, öðlast skilning á þeim heimi sem þeir sem eru fastir í líkama sem passar ekki við kynvitund þeirra lifa í. Við upphaf sögu greinist söguhetjan Óskar með krabbamein og á allt eins von á því að dagar hans séu taldir. Hann getur ekki hugsað sér að taka leyndarmálið stóra með sér í gröfina, allavega vill hann að börnin hans tvö fái að vita hver hann er í raun og veru, og bregður því á það ráð að skrifa eigin eftirmæli, eins og hann kallar það, skrá sögu sína frá bernsku til nútímans fyrir börnin sín. Eins og gefur að skilja er sagan í 1. persónu, það er einungis sjónarhorn Óskars sjálfs sem við sjáum, hans upplifanir og heilabrot. Hann er góður sögumaður, frásögnin rennur vel, textinn er flæðandi og stælalaus, persónur skýrar og framvindan spennandi. Að mestu erum við á kunnuglegum slóðum; uppvöxtur drengs sem fæddur er árið 1958 er ekki nýtt viðfangsefni í íslenskri skáldsögu, en það sem gerir sögu Óskars frábrugðna er auðvitað glíma hans við sjálfan sig, sú uppgötvun að hann sé í raun stelpa og baráttan við að passa upp á að enginn komist að því. Þær lýsingar gera söguna áhugaverðari en margar aðrar sem lýsa uppvexti íslenskra barna á þessu tímabili, en um leið er það í þeim sem veikleiki sögunnar liggur. Uppgötvanir Óskars á kvenmanninum í sér birtast nefnilega nánast allar sem þrá eftir að klæðast kvenfötum og fá að mála sig, safna síðu hári og svo framvegis. Persónan – eða höfundur hennar öllu heldur – virðist álíta að í slíkri þrá birtist eðli konunnar; ef þú viljir líta út eins og kona þá sértu kona. Sú túlkun er fjarri öllu lagi, eins og allt transfólk hefði getað sagt honum, það er ekkert samhengi milli þess að vera trans og að vera transvestite. Að þessu sögðu er rétt að ítreka að Ósk er skemmtileg, vel skrifuð og vel byggð saga sem nær lesandanum á sitt vald og heldur honum við efnið. Það er bara þessi nagandi pirringur yfir yfirborðslegri skilgreiningu á transkonu sem skemmir upplifunina.Niðurstaða: Vel skrifuð og spennandi saga sem líður fyrir losaralega skilgreiningu á eðli þess að vera transkona.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Ósk Páll Kristinn Pálsson Útgefandi EPOS útgáfa 2016. Fjöldi síðna 302 Skáldsagan Ósk eftir Pál Kristin Pálsson fjallar um málefni sem ekki hefur farið hátt í íslenskum skáldskap; upplifun drengs af því að vera stúlka í röngum líkama. Það er því með forvitni og eftirvæntingu sem lesandinn hefur lesturinn, maður hlakkar til að kynnast þessum dreng/stúlku og fá að skyggnast inn í sálarlíf hans, öðlast skilning á þeim heimi sem þeir sem eru fastir í líkama sem passar ekki við kynvitund þeirra lifa í. Við upphaf sögu greinist söguhetjan Óskar með krabbamein og á allt eins von á því að dagar hans séu taldir. Hann getur ekki hugsað sér að taka leyndarmálið stóra með sér í gröfina, allavega vill hann að börnin hans tvö fái að vita hver hann er í raun og veru, og bregður því á það ráð að skrifa eigin eftirmæli, eins og hann kallar það, skrá sögu sína frá bernsku til nútímans fyrir börnin sín. Eins og gefur að skilja er sagan í 1. persónu, það er einungis sjónarhorn Óskars sjálfs sem við sjáum, hans upplifanir og heilabrot. Hann er góður sögumaður, frásögnin rennur vel, textinn er flæðandi og stælalaus, persónur skýrar og framvindan spennandi. Að mestu erum við á kunnuglegum slóðum; uppvöxtur drengs sem fæddur er árið 1958 er ekki nýtt viðfangsefni í íslenskri skáldsögu, en það sem gerir sögu Óskars frábrugðna er auðvitað glíma hans við sjálfan sig, sú uppgötvun að hann sé í raun stelpa og baráttan við að passa upp á að enginn komist að því. Þær lýsingar gera söguna áhugaverðari en margar aðrar sem lýsa uppvexti íslenskra barna á þessu tímabili, en um leið er það í þeim sem veikleiki sögunnar liggur. Uppgötvanir Óskars á kvenmanninum í sér birtast nefnilega nánast allar sem þrá eftir að klæðast kvenfötum og fá að mála sig, safna síðu hári og svo framvegis. Persónan – eða höfundur hennar öllu heldur – virðist álíta að í slíkri þrá birtist eðli konunnar; ef þú viljir líta út eins og kona þá sértu kona. Sú túlkun er fjarri öllu lagi, eins og allt transfólk hefði getað sagt honum, það er ekkert samhengi milli þess að vera trans og að vera transvestite. Að þessu sögðu er rétt að ítreka að Ósk er skemmtileg, vel skrifuð og vel byggð saga sem nær lesandanum á sitt vald og heldur honum við efnið. Það er bara þessi nagandi pirringur yfir yfirborðslegri skilgreiningu á transkonu sem skemmir upplifunina.Niðurstaða: Vel skrifuð og spennandi saga sem líður fyrir losaralega skilgreiningu á eðli þess að vera transkona.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira