Fólkið á Airwaves: Frá skothvellum í Eþíópíu til óvænts öryggis á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 20:00 Wesley Zebrowski er í skiptinámi á Ísafirði Vísir/Vilhelm Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“ Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“
Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira