Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2016 12:07 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent