Arnar Már hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:28 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í kvöld. magnus fröderberg/norden.org Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.” Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.”
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning