Að skoða heiminn með líkamanum Kara Hergils Valdimarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 14:30 Úr sýningunni DaDa Dans sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu. Dans Da Da Dans Íslenski dansflokkurinn Sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins Danshöfundar: Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir/Rósa Ómarsdóttir Tónlist: Sveinbjörn Thorarensen Búningar og sviðsmynd: Þórdís Erla Zoëga Ljósahönnuður: Valdimar Jóhannsson Hundrað ár eru nú liðin frá því að dadahreyfingin myndaðist í Evrópu og af því tilefni býður Íslenski dansflokkurinn upp á verkið Da Da Dans sem nú er sýnt á nýja sviði Borgarleikhússins. Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið stefnunnar að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi. Í sýningunni Da Da Dans eftir þær Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur eru fjórir dansarar sem birtast á sviðinu á mismunandi tímum. Sviðsetningin er einföld en mjög abstrakt svo ekki er hægt að lesa línulega frásögn út úr því hvernig henni er stillt upp - eða hún notuð. Stundum lifnaði hún við og tók að hreyfast. En gott er að hafa í huga að klippimyndin, þar sem ólíkum efnum og myndum er stillt saman, á einmitt upphaf sitt að þakka dadaismanum. Sama má segja um kóreógrafíuna þar sem dansararnir leita að því hvernig ólík form fara saman. Bæði form á líkamanum sjálfum og einnig hvernig margir líkamar saman fara að því að mynda síbreytileg form. Þessu hlutverki sem öðrum skiluðu dansarar verksins afar vel, enda öll einstaklega hæf. Búningarnir eða skúlptúrarnir sem dansararnir nota og klæðast eru vel og skemmtilega skapaðir hjá Þórdísi Erlu Zoëga. Þessi þáttur sýningarinnar lýtur lögmálum dadaismans og leggur mikilvægt framlag til sýningarinnar. Dansararnir máta sig við þessa sérkennilegu hluti og form, skoða merkingu þeirra og tilgang með að setja þá í samhengi við líkamann og dans. Þessi leit virtist vera rauði þráðurinn í verkinu og hann gerir það auðvelt fyrir áhorfendur að sogast inn í heim dadaisma en einnig eigin abstrakt hugarheim. Gott dæmi er eitt allra skemmtilegasta atriði verksins sem er að finna um miðbik sýningarinnar þar sem Inga Huld og Ásgeir Helgi freistuðust til að búa til frásögn með nýrri samsetningu. Þar reyndu þau á tungumálið og víkkuðu hugmyndir um hvernig við tengjum saman bæði sjálft tungumálið en einnig líkamstjáninguna. Hljóðmyndin eftir Sveinbjörn Thorarensen var sannarlega áhrifarík og veitti verkinu aðra vídd í absúrdisma heildarinnar. Allt virkaði vel saman, hreyfingar, hljóð- og sviðsmynd/búningar. Áður en gengið var inn í sal hófst verkið frammi í forsal Borgarleikhússins þar sem dansarar flokksins fóru með upprunalegan da da gjörning. Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur las upp manifestó, eina af yfirlýsingum, dadaista. Byrjunin var frekar klaufaleg þar sem áhorfendur áttu erfitt með að sjá almennilega til uppákomunnar. Upplesturinn var óskýr og fór innihald hans fyrir ofan garð og neðan. Illmögulegt var að nema upplestur Benedikts og því heyrðist trauðla hvert manifestóið var. Þetta var sérlega bagalegt fyrir þá sýningargesti sem ekki höfðu fyrirfram mikinn skilning á stefnunni. Þeir fóru því á mis við hluta af þeirri upplifun sem fólst í annars sterkum áhrifum af eftirminnilegri sýningu.Niðurstaða: Stórskemmtilegt og frumlegt dansverk sem hleypti áhorfandanum með í hugarferðalag. Klaufaleg byrjun tók frá heildarupplifuninni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans Da Da Dans Íslenski dansflokkurinn Sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins Danshöfundar: Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir/Rósa Ómarsdóttir Tónlist: Sveinbjörn Thorarensen Búningar og sviðsmynd: Þórdís Erla Zoëga Ljósahönnuður: Valdimar Jóhannsson Hundrað ár eru nú liðin frá því að dadahreyfingin myndaðist í Evrópu og af því tilefni býður Íslenski dansflokkurinn upp á verkið Da Da Dans sem nú er sýnt á nýja sviði Borgarleikhússins. Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið stefnunnar að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi. Í sýningunni Da Da Dans eftir þær Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur eru fjórir dansarar sem birtast á sviðinu á mismunandi tímum. Sviðsetningin er einföld en mjög abstrakt svo ekki er hægt að lesa línulega frásögn út úr því hvernig henni er stillt upp - eða hún notuð. Stundum lifnaði hún við og tók að hreyfast. En gott er að hafa í huga að klippimyndin, þar sem ólíkum efnum og myndum er stillt saman, á einmitt upphaf sitt að þakka dadaismanum. Sama má segja um kóreógrafíuna þar sem dansararnir leita að því hvernig ólík form fara saman. Bæði form á líkamanum sjálfum og einnig hvernig margir líkamar saman fara að því að mynda síbreytileg form. Þessu hlutverki sem öðrum skiluðu dansarar verksins afar vel, enda öll einstaklega hæf. Búningarnir eða skúlptúrarnir sem dansararnir nota og klæðast eru vel og skemmtilega skapaðir hjá Þórdísi Erlu Zoëga. Þessi þáttur sýningarinnar lýtur lögmálum dadaismans og leggur mikilvægt framlag til sýningarinnar. Dansararnir máta sig við þessa sérkennilegu hluti og form, skoða merkingu þeirra og tilgang með að setja þá í samhengi við líkamann og dans. Þessi leit virtist vera rauði þráðurinn í verkinu og hann gerir það auðvelt fyrir áhorfendur að sogast inn í heim dadaisma en einnig eigin abstrakt hugarheim. Gott dæmi er eitt allra skemmtilegasta atriði verksins sem er að finna um miðbik sýningarinnar þar sem Inga Huld og Ásgeir Helgi freistuðust til að búa til frásögn með nýrri samsetningu. Þar reyndu þau á tungumálið og víkkuðu hugmyndir um hvernig við tengjum saman bæði sjálft tungumálið en einnig líkamstjáninguna. Hljóðmyndin eftir Sveinbjörn Thorarensen var sannarlega áhrifarík og veitti verkinu aðra vídd í absúrdisma heildarinnar. Allt virkaði vel saman, hreyfingar, hljóð- og sviðsmynd/búningar. Áður en gengið var inn í sal hófst verkið frammi í forsal Borgarleikhússins þar sem dansarar flokksins fóru með upprunalegan da da gjörning. Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur las upp manifestó, eina af yfirlýsingum, dadaista. Byrjunin var frekar klaufaleg þar sem áhorfendur áttu erfitt með að sjá almennilega til uppákomunnar. Upplesturinn var óskýr og fór innihald hans fyrir ofan garð og neðan. Illmögulegt var að nema upplestur Benedikts og því heyrðist trauðla hvert manifestóið var. Þetta var sérlega bagalegt fyrir þá sýningargesti sem ekki höfðu fyrirfram mikinn skilning á stefnunni. Þeir fóru því á mis við hluta af þeirri upplifun sem fólst í annars sterkum áhrifum af eftirminnilegri sýningu.Niðurstaða: Stórskemmtilegt og frumlegt dansverk sem hleypti áhorfandanum með í hugarferðalag. Klaufaleg byrjun tók frá heildarupplifuninni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira