Hafa fundið stærstu olíulind Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 10:06 Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent