Sögusagnir hafa í þónokkurn tíma verið að velta upp þeirri spurningu en þegar spjallþáttastjórnandinn Wendy Williams fjallaði um málið í þættinum sínum svaraði Kim Cattrall henni á Twitter og virtist staðfesta það að þættirnir gætu verið möguleiki.
Það yrðu gleðifréttir fyrir alla SATC aðdáendur og þá sérstaklega dygga stuðningsmenn Samantha Jones sem er afar skrautlegur en sterkur karakter sem eflaust margir tengja við.
Hér fyrir neðan má sjá það sem Cattrall svaraði Wendy Williams.
I'm so unbelievably flattered & moved @WendyWilliams Can't WAIT 2 get back 2 the serious business of making u all laugh! Fingers x'd. https://t.co/whYYYzJOoV
— Kim Cattrall (@KimCattrall) November 12, 2016