Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:09 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02
Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23