Verðlaunin eru gefin til kvenna sem hafa staðið upp á árinu fyrir vinnu sína og störf en að þessu sinni var einn karl á lista líka, en tónlistarmaðurinn Bono hlaut verðlaun sem karl ársins. Gwen Stefani, Simone Biles, Ashley Graham og Christine Lagarde voru meðal þeirra kvenna sem voru verðlaunaðar í gærkvöldi.
Nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum settu sinn svip á hátíðina en Hillary Clinton fékk sérstaka hyllingu hjá gestum.
Gestir skörtuðu sínu fínasta pússi í tilefni dagsins og rauði dregilinn óvenju fjölbreyttur.






