Þróun nýs Bronco fer fram í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2016 10:55 Svona gæti nýr Bronco litið út. Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent