Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 20:45 Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember. Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember.
Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15