Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 11:59 Óttarr og Benedikt. Vísir/'Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00