Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2016 20:00 Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira