Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 10:28 Gunnar Bragi Sveinsson segir alvarlegt ef að matvæli eru merkt með villandi hætti. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir að mál Brúnegg ehf sé sjokkerandi. Hann heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við að fara yfir verkferla. Hann segir það grafalvarlegt ef matvæli eru merkt með villandi hætti. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. „Þetta er náttúrulega bara mjög sjokkerandi ef ég á að segja alveg eins og er. Það sem við gerum núna er að við erum bara að fara yfir þetta mál frá A til Ö. Ef eitthvað hefur klikkað, hvar það er og hvort það er vegna þess að menn höfðu ekki nægar heimildir eða hvað sem er. Eins og kom fram í þættinum er búið að gera fjölda athugasemda við þetta fyrirtæki. En einhvernveginn hefur þeim tekist samt að fá alltaf frest, og það er eitthvað sem við skoðum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrðiHann segist fyrst hafa heyrt af málinu fyrir nokkrum dögum síðan, en að málið hafi fyrst komið á borð ráðuneytisins árið 2013. „Ég heyrði fyrst af þessu máli bara fyrir nokkrum dögum. En fyrsta vitneskja um þetta í ráðuneytinu virðist vera 2013 þegar það kemur tölvupóstur frá matvælastofnun held ég að það hafi verið inn í ráðuneytið. Málið er sett í farveg. Síðan hættir sá starfsmaður sem var með málið og einhvernvegin í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt íe inhvern tíma. Og það er eitt af því sem við þurfum að skoða hérna hjá okkur. En svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki vitað af þessu fyrr en 2013.“ Hann segist ekki getað sagt neitt um hvort að endurskoða þurfi verkferla hjá Matvælastofnun um eftirlit með matvælaframleiðslu. „Ég þarf fyrst að tala við matvælastofnun og fara yfir málið í ráðuneytinu. Meðal annars hvort menn hafi haft nægar heimildir, hvort að það sé of mikið langlundargeð þegar svona kemur upp. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða, ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta núna.“ Sjá einnig: Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekkingGunnar Bragi segir jafnframt að grafalvarlegt sé ef að framleiðendur séu að nota merkingar á matvæli sem ekki eru í gildi. Brúnegg merkir vöru sína sem vistvæna landbúnaðarafurð, en sú merking er ekki lengur í gildi. „Þetta merki var fellt úr gildi fyrir einu eða tveimur árum síðan og það var auglýst með hefðbundnum leiðum á vef ráðuneytisins og í lögbirtingarblaðinu þegar reglugerðinni var breytt. Þannig að það eru einhverjir aðrir en ráðuneytið sem þurfa að taka á því ef verið er að nota merki eða blekkja neytendur þannig. Hins vegar er það auðvitað grafalvarlegt mál ef menn eru að nota einhver merki sem eru ekki til og þykjast vera að framleiða undir einhverjum merkjum sem eru ekki heldur til.“ Brúneggjamálið Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir að mál Brúnegg ehf sé sjokkerandi. Hann heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við að fara yfir verkferla. Hann segir það grafalvarlegt ef matvæli eru merkt með villandi hætti. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. „Þetta er náttúrulega bara mjög sjokkerandi ef ég á að segja alveg eins og er. Það sem við gerum núna er að við erum bara að fara yfir þetta mál frá A til Ö. Ef eitthvað hefur klikkað, hvar það er og hvort það er vegna þess að menn höfðu ekki nægar heimildir eða hvað sem er. Eins og kom fram í þættinum er búið að gera fjölda athugasemda við þetta fyrirtæki. En einhvernveginn hefur þeim tekist samt að fá alltaf frest, og það er eitthvað sem við skoðum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrðiHann segist fyrst hafa heyrt af málinu fyrir nokkrum dögum síðan, en að málið hafi fyrst komið á borð ráðuneytisins árið 2013. „Ég heyrði fyrst af þessu máli bara fyrir nokkrum dögum. En fyrsta vitneskja um þetta í ráðuneytinu virðist vera 2013 þegar það kemur tölvupóstur frá matvælastofnun held ég að það hafi verið inn í ráðuneytið. Málið er sett í farveg. Síðan hættir sá starfsmaður sem var með málið og einhvernvegin í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt íe inhvern tíma. Og það er eitt af því sem við þurfum að skoða hérna hjá okkur. En svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki vitað af þessu fyrr en 2013.“ Hann segist ekki getað sagt neitt um hvort að endurskoða þurfi verkferla hjá Matvælastofnun um eftirlit með matvælaframleiðslu. „Ég þarf fyrst að tala við matvælastofnun og fara yfir málið í ráðuneytinu. Meðal annars hvort menn hafi haft nægar heimildir, hvort að það sé of mikið langlundargeð þegar svona kemur upp. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða, ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta núna.“ Sjá einnig: Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekkingGunnar Bragi segir jafnframt að grafalvarlegt sé ef að framleiðendur séu að nota merkingar á matvæli sem ekki eru í gildi. Brúnegg merkir vöru sína sem vistvæna landbúnaðarafurð, en sú merking er ekki lengur í gildi. „Þetta merki var fellt úr gildi fyrir einu eða tveimur árum síðan og það var auglýst með hefðbundnum leiðum á vef ráðuneytisins og í lögbirtingarblaðinu þegar reglugerðinni var breytt. Þannig að það eru einhverjir aðrir en ráðuneytið sem þurfa að taka á því ef verið er að nota merki eða blekkja neytendur þannig. Hins vegar er það auðvitað grafalvarlegt mál ef menn eru að nota einhver merki sem eru ekki til og þykjast vera að framleiða undir einhverjum merkjum sem eru ekki heldur til.“
Brúneggjamálið Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09