Aðdáendur Stefáns Karls hópfjármagna milljónir til stuðnings baráttu hans við veikindin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 21:18 Hafa safnað á sjöttu milljón með hjálp hópfjármögnunarsíðunnar GoFundMe. Vísir Stefán Karl Stefánsson leikari hefur snert marga í gegnum tíðina með fjölbreyttum leik sínum. Hann glímir nú við krabbamein en fær stuðning úr öllum áttum. Aðdáendur hans standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðu og hafa safnað rúmlega sex milljónum króna á einum mánuði. Fjárfrámlögin streyma inn og aðeins líða nokkrar mínútur á milli framlaga, líkt og sjá má á síðu söfnunarinnar, og fær Stefán Karl oftar en ekki góðar kveðjur með. „Takk fyrir hlutverkin sem þú hefur leikið í þáttum sem hafa snert svo marga,“ skrifar Cheryl Ammeter. „Ég vona að þú náir fullum bata og vitir að allt sem þú hefur gefið heiminum mun koma til baka í formi virðingar, þakklætis og ástar.“Stefán Karl er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.Vísir/StefánStefán Karl, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæpur í Latabæ, bæði hér heima og erlendis, greindist með krabbameini í brishöfði í september og gengst nú undir meðferð vegna þess. Markmið söfnunarinnar er að ná 50 þúsund dollurum, um 5,6 milljónum króna og er ekki í langt í land en eins og er stendur söfnunin í tæplega 47 þúsund dollurum, um 5,1 milljón króna.Sjá einnig:„Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“Stefán Karl á góða en í haust voru haldnir styrktartónleikar þar sem landsþekktir listamenn á borð við Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson komu fram til stuðnings Stefán Karli. Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Valenti, sem starfaði meðal annars við gerð Latabæjar, sem stendur fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna pening til þess að auðvelda líf Stefán Karls og fjölskyldu sinnar en reikna má með að Stefán Karl verði frá vinnu í nokkurn tíma á meðan hann glímir við krabbameinið.„Það er mikilvægt að Stefán nái að einbeita sér að batanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhaginum,“ skrifar Valenti. Sjálfur hefur Stefán Karl gengist undir aðgerð vegna krabbameinsins sem gekk að óskum. Í einlægi viðtali Stefán Karls við Vísi skömmu eftir að greint var frá því að hann væri alvarlega veikur kom fram að Stefán Karl hefði fullan hug á því að sigrast á veikindunum. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu,“ sagði Stefán Karl. Tengdar fréttir Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45 „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28 Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari hefur snert marga í gegnum tíðina með fjölbreyttum leik sínum. Hann glímir nú við krabbamein en fær stuðning úr öllum áttum. Aðdáendur hans standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðu og hafa safnað rúmlega sex milljónum króna á einum mánuði. Fjárfrámlögin streyma inn og aðeins líða nokkrar mínútur á milli framlaga, líkt og sjá má á síðu söfnunarinnar, og fær Stefán Karl oftar en ekki góðar kveðjur með. „Takk fyrir hlutverkin sem þú hefur leikið í þáttum sem hafa snert svo marga,“ skrifar Cheryl Ammeter. „Ég vona að þú náir fullum bata og vitir að allt sem þú hefur gefið heiminum mun koma til baka í formi virðingar, þakklætis og ástar.“Stefán Karl er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.Vísir/StefánStefán Karl, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæpur í Latabæ, bæði hér heima og erlendis, greindist með krabbameini í brishöfði í september og gengst nú undir meðferð vegna þess. Markmið söfnunarinnar er að ná 50 þúsund dollurum, um 5,6 milljónum króna og er ekki í langt í land en eins og er stendur söfnunin í tæplega 47 þúsund dollurum, um 5,1 milljón króna.Sjá einnig:„Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“Stefán Karl á góða en í haust voru haldnir styrktartónleikar þar sem landsþekktir listamenn á borð við Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson komu fram til stuðnings Stefán Karli. Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Valenti, sem starfaði meðal annars við gerð Latabæjar, sem stendur fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna pening til þess að auðvelda líf Stefán Karls og fjölskyldu sinnar en reikna má með að Stefán Karl verði frá vinnu í nokkurn tíma á meðan hann glímir við krabbameinið.„Það er mikilvægt að Stefán nái að einbeita sér að batanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhaginum,“ skrifar Valenti. Sjálfur hefur Stefán Karl gengist undir aðgerð vegna krabbameinsins sem gekk að óskum. Í einlægi viðtali Stefán Karls við Vísi skömmu eftir að greint var frá því að hann væri alvarlega veikur kom fram að Stefán Karl hefði fullan hug á því að sigrast á veikindunum. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu,“ sagði Stefán Karl.
Tengdar fréttir Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45 „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28 Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45
„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28
Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30