Katrín segir flokkana þurfa að hugsa út fyrir kassann og útilokar ekki minnihlutastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 00:00 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Sjá meira
Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11
„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22
Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41