Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 11:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33