Seinustu vikur hefur hún verið að kvarta undan því hversu erfitt það er að halda hárinu svo ljósi og hversu illa það fer með endana. Hún sagði einnig að það væri erfitt að mála sig með svo ljóst hár þar sem förðunin verði alltaf hálf appelsínugul við hársvörðinn.
Við samgleðjumst okkar konu fyrir að vera komin aftur í sinn náttúrulega og eðlilega hárlit en það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort hún nái að halda honum í langan tíma í senn.
