Dóttirin hannaði merkimiðana Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. nóvember 2016 13:15 Mæðgurnar Rakel Ólafsdóttir og Saga Björk Bjarnadóttir hjálpuðust að við að pakka inn jólagjöfunum. Saga hannaði merkimiðana sem Rakel útfærði í tölvu en mæðgurnar ætla að styrkja Einstök börn með sölu miðanna. Rakel Ólafsdóttir, hönnuður hjá Sker.is, hefur gaman af því að búa til fallega jólapakka og nostrar gjarnan við þá. Hún nýtur aðstoðar 6 ára dóttur sinnar, Sögu Bjarkar Bjarnadóttur, en Saga teiknaði myndir sem Rakel útfærði á merkimiða. Þær völdu sér rómantískt og gamaldags þema við jólapakkana í ár.„Við erum mjög ánægðar með afraksturinn og munum örugglega endurtaka leikinn að ári. Við höfum gaman af því að teikna og lita saman og gerum mikið af því. Ég vinn meðal annars við það að teikna og mála myndir og henni finnst gaman að vera með mér við það. Þetta er fyrsta verkefnið okkar saman,“ segir Rakel , sem naut aðstoðar dóttur sinnar Sögu við að búa til skemmtilega merkimiða á jólapakkana og að pakka inn. Merkimiðana ætla mæðgurnar að selja til styrktar góðgerðarmálum.“Þetta er svolítið gamaldags og náttúrulegt þema hjá okkur,” segir Rakel en þær notuðu meðal annars pappa og brúnan umbúðapappír utan um pakkana.„Hún teiknaði jólamyndir sem ég vann svo í tölvu. Miðarnir verða til sölu hjá Einstökum börnum og rennur öll salan óskipt til þeirra,“ segir Rakel. Miðana prýða teikningar af jólasveini, snjókarli, hreindýri og jólakettinum. Við innpökkunina segir Rakel þær mæðgur hafa leitað í gamaldags rómantík. „Þetta er svolítið gamaldags og náttúrulegt þema hjá okkur. Við notum mismunandi efni eins og pappa, hörgarn, dúk og servíettur og brúnan einlitan jólapappír. Svo náðum við okkur í greni og köngla í garðinum til skreytingar. Mér finnst gaman að búa til fallega pakka og ef ég hef nógan tíma legg ég meiri vinnu í þá. Ég stressa mig samt ekki mikið á því ef tíminn er naumur,“ segir Rakel. Hún viðurkennir að aðventan geti verið annasamur tími hjá grafískum hönnuði en hún heldur úti síðunni Sker.is.Merkimiðana prýða jólalegar teikningar eftir Sögu Björk.„Það getur verið svolítið stress að púsla saman jólaundirbúningnum með fjölskyldunni og vinnunni því yfirleitt er mikið að gera í desember. En við reynum alltaf að skapa jólastemmingu á heimilinu með því að skreyta með krökkunum, baka og föndra.Plagöt geta verið snúin til innpökkunar en Rakel pakkar þeim gjarnan í pappahólk og lætur pappann njóta sín.Það er líka alltaf gaman að fá gesti á jólunum og við erum dugleg að heimsækja vini og fáum gesti til okkar. Ég er ekki ein af þeim sem byrja snemma á haustin að undirbúa jólin en fer að huga að þeim í nóvember. Svo klárar maður lokaundirbúning á síðustu stundu,“ segir Rakel. Hún lætur þó hefðirnar ekki þvælast fyrir sér og segist nýjungagjörn og óhrædd við að prófa nýja hluti á jólunum, til dæmis í matargerðinni. Mandla í jólaísnum sé um það bil eina hefðin frá æskujólum sem hún heldur í.En hvers konar hlutum er erfiðast að pakka inn? „Mér finnst oft erfitt að pakka inn kringlóttum hlutum. Þeir reyna á hugmyndaflugið. Plaköt geta líka verið snúin en ég set mín gjarnan í pappahólka og leyfi þá pappanum bara að njóta sín og skreyti hólkinn sjálfan.“Greni og köngla týndu mæðgurnar úti í garði og notðu í skreytingar. Föndur Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
Rakel Ólafsdóttir, hönnuður hjá Sker.is, hefur gaman af því að búa til fallega jólapakka og nostrar gjarnan við þá. Hún nýtur aðstoðar 6 ára dóttur sinnar, Sögu Bjarkar Bjarnadóttur, en Saga teiknaði myndir sem Rakel útfærði á merkimiða. Þær völdu sér rómantískt og gamaldags þema við jólapakkana í ár.„Við erum mjög ánægðar með afraksturinn og munum örugglega endurtaka leikinn að ári. Við höfum gaman af því að teikna og lita saman og gerum mikið af því. Ég vinn meðal annars við það að teikna og mála myndir og henni finnst gaman að vera með mér við það. Þetta er fyrsta verkefnið okkar saman,“ segir Rakel , sem naut aðstoðar dóttur sinnar Sögu við að búa til skemmtilega merkimiða á jólapakkana og að pakka inn. Merkimiðana ætla mæðgurnar að selja til styrktar góðgerðarmálum.“Þetta er svolítið gamaldags og náttúrulegt þema hjá okkur,” segir Rakel en þær notuðu meðal annars pappa og brúnan umbúðapappír utan um pakkana.„Hún teiknaði jólamyndir sem ég vann svo í tölvu. Miðarnir verða til sölu hjá Einstökum börnum og rennur öll salan óskipt til þeirra,“ segir Rakel. Miðana prýða teikningar af jólasveini, snjókarli, hreindýri og jólakettinum. Við innpökkunina segir Rakel þær mæðgur hafa leitað í gamaldags rómantík. „Þetta er svolítið gamaldags og náttúrulegt þema hjá okkur. Við notum mismunandi efni eins og pappa, hörgarn, dúk og servíettur og brúnan einlitan jólapappír. Svo náðum við okkur í greni og köngla í garðinum til skreytingar. Mér finnst gaman að búa til fallega pakka og ef ég hef nógan tíma legg ég meiri vinnu í þá. Ég stressa mig samt ekki mikið á því ef tíminn er naumur,“ segir Rakel. Hún viðurkennir að aðventan geti verið annasamur tími hjá grafískum hönnuði en hún heldur úti síðunni Sker.is.Merkimiðana prýða jólalegar teikningar eftir Sögu Björk.„Það getur verið svolítið stress að púsla saman jólaundirbúningnum með fjölskyldunni og vinnunni því yfirleitt er mikið að gera í desember. En við reynum alltaf að skapa jólastemmingu á heimilinu með því að skreyta með krökkunum, baka og föndra.Plagöt geta verið snúin til innpökkunar en Rakel pakkar þeim gjarnan í pappahólk og lætur pappann njóta sín.Það er líka alltaf gaman að fá gesti á jólunum og við erum dugleg að heimsækja vini og fáum gesti til okkar. Ég er ekki ein af þeim sem byrja snemma á haustin að undirbúa jólin en fer að huga að þeim í nóvember. Svo klárar maður lokaundirbúning á síðustu stundu,“ segir Rakel. Hún lætur þó hefðirnar ekki þvælast fyrir sér og segist nýjungagjörn og óhrædd við að prófa nýja hluti á jólunum, til dæmis í matargerðinni. Mandla í jólaísnum sé um það bil eina hefðin frá æskujólum sem hún heldur í.En hvers konar hlutum er erfiðast að pakka inn? „Mér finnst oft erfitt að pakka inn kringlóttum hlutum. Þeir reyna á hugmyndaflugið. Plaköt geta líka verið snúin en ég set mín gjarnan í pappahólka og leyfi þá pappanum bara að njóta sín og skreyti hólkinn sjálfan.“Greni og köngla týndu mæðgurnar úti í garði og notðu í skreytingar.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól