Fyrirliðinn sem hneig niður skömmu fyrir leik er enn í lífshættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 09:30 Craig Cunningham. Vísir/Getty Craig Cunningham, fyrirliði bandaríska íshokkíliðsins Tucson Roadrunners og fyrrum leikmaður í NHL-deildinni, liggur nú á spítala og berst fyrir lífi sínu. Hinn 26 ára gamli Cunningham var að gera sig tilbúinn fyrir leik Tucson Roadrunners í amerísku íshokkídeildinni á dögunum þegar hann hneig skyndilega niður. Hugað var að Craig Cunningham á ísnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Leiknum var frestað í framhaldinu og Tucson Roadrunners frestaði einnig næstu tveimur leikjum liðsins. Craig Cunningham er á samningi hjá NHL-liðinu Arizona Coyotes en hann hneig niður þegar hann að að skauta á ísnum skömmu eftir að þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Það er ekki orðið opinbert hvað var að angra Cunningham en þetta var alvarlegt og hann er enn í lífshættu á sjúkrahúsi í Tucson. Bandarískir fjölmiðlar telja þó að Cunningham hafi fengið hjartaáfall en sjúkraliðar á leiknum rifu treyjuna hans og hófu hjartahnoð áður en hann var fluttur í burtu á spítala. Kanadamaðurinn Cunningham á að baki fjögur tímabil í NHL-deildinni en hann var valinn af Boston Bruins í nýliðavalinu 2010. Hann var búin að skora 4 mörk og gefa 9 stoðsendingar í 11 leikjum fyrir Tucson Roadrunners á þessu tímabili.Craig CunninghamVísir/Getty Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Craig Cunningham, fyrirliði bandaríska íshokkíliðsins Tucson Roadrunners og fyrrum leikmaður í NHL-deildinni, liggur nú á spítala og berst fyrir lífi sínu. Hinn 26 ára gamli Cunningham var að gera sig tilbúinn fyrir leik Tucson Roadrunners í amerísku íshokkídeildinni á dögunum þegar hann hneig skyndilega niður. Hugað var að Craig Cunningham á ísnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Leiknum var frestað í framhaldinu og Tucson Roadrunners frestaði einnig næstu tveimur leikjum liðsins. Craig Cunningham er á samningi hjá NHL-liðinu Arizona Coyotes en hann hneig niður þegar hann að að skauta á ísnum skömmu eftir að þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Það er ekki orðið opinbert hvað var að angra Cunningham en þetta var alvarlegt og hann er enn í lífshættu á sjúkrahúsi í Tucson. Bandarískir fjölmiðlar telja þó að Cunningham hafi fengið hjartaáfall en sjúkraliðar á leiknum rifu treyjuna hans og hófu hjartahnoð áður en hann var fluttur í burtu á spítala. Kanadamaðurinn Cunningham á að baki fjögur tímabil í NHL-deildinni en hann var valinn af Boston Bruins í nýliðavalinu 2010. Hann var búin að skora 4 mörk og gefa 9 stoðsendingar í 11 leikjum fyrir Tucson Roadrunners á þessu tímabili.Craig CunninghamVísir/Getty
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira