Kraftaverkasveinn á svölunum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Björgvin Franz Gíslason. Vísir/GVA Björgvin Franz Gíslason leikari dýrkar jólin og á góðar minningar frá æsku tengdar þeim en pabbi hans, leikarinn góðkunni Gísli Rúnar Jónsson, lagði sig fram um að gera jólin eins kósí og skemmtileg og hægt var. „Pabbi var þannig að það var ekki bara ein tegund af hnetum á boðstólum heldur sjö, þær voru í skálum úti um allt en svo borðaði enginn hnetur en það skipti engu máli, hann vildi bara fá stemninguna. Hann fer alltaf alla leið í því sem hann gerir og til dæmis voru ekki bara sex til tíu pakkar á mann hjá okkur heldur var öllu pakkað inn, niður í smæstu tölur og pakkarnir voru úti um allt,“ segir Björgvin og skellihlær. Björgvin og eiginkona hans, Berglind Ólafsdóttir, héldu sín fyrstu jól þegar yngri dóttir þeirra fæddist. Björgvin segist þá hafa fattað hvernig hann vildi hafa jólin sín; rólegri. „Með fullri virðingu fyrir fjölskyldunni minni, mér finnst hún æðisleg og hef gaman af þessari geðbilun sem var í gangi, en við hjónin vildum fara einhvern milliveg. Ég tók það besta frá pabba en vildi líka eiga rólegheitin.“Björgvin setur upp sýninguna Hnallþórujól Björgvins Franz og Estherar Jökuls í Gaflaraleikhúsinu fyrir jól.Vísir/GVAMargar skemmtilegar jólaminningar koma upp í huga Björgvins þegar hann er inntur eftir einni slíkri og fer ein þeirra hér á eftir. „Ég trúði lengi á jólasveininn og fannst fúlt þegar krakkarnir voru að tala um að þetta væru bara mamma og pabbi sem gæfu í skóinn. Þegar kom að þeim tíma að ég var ekki alveg viss í trúnni þá bjuggum við á Óðinsgötu í flottu húsi en á því voru svalir sem enginn mátti fara út á þar sem þær voru hættulegar. Eitt kvöldið kom systir mín, sem var svolítið stríðin og hafði gaman af því að hræða mig, og sýndi mér jólasveininn sem stóð úti á þessum svölum sem enginn mátti vera úti á og hann vinkaði mér, alveg í brjáluðu stuði. Ég fæ enn þá gæsahúð þegar ég hugsa um þetta og þetta er alveg ótrúleg minning. Ég var síðan alltaf að reyna að spyrja hana hver þetta hefði verið en hún svaraði engu. Fyrir einu eða tveimur árum spurði ég hana aftur en þá mundi hún ekkert eftir þessu. Hún svaraði mér í algjörri einlægni, ég þekki hana og hún er góð leikkona en ekki svona góð og þetta gerði minninguna bara enn frábærari. Fyrir mér er þetta bara ótrúlegt jólakraftaverk og ég kýs að trúa því að jólasveinninn hafi bara mætt þarna,“ segir Björgvin glettinn á svip. Þar sem Björgvin hefur lengi verið aðdáandi dæmigerðra bandarískra jóla ákvað hann ásamt söngkonunni Esther Jökulsdóttur að setja á svið sýninguna Hnallþórujól Björgvins Franz og Estherar Jökuls í Gaflaraleikhúsinu. Þar munu þau, ásamt hljómsveit, flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins í anda Ellu Fitzgerald, Deans Martin og fleiri góðra skemmtikrafta. „Hugmyndin er að skapa ósvikna stemningu eins og best sást í amerískum jólaskemmtiþáttum frá þessum tíma þar sem ýkt og fölskvalaus gleði réð ríkjum en einlægnin kom fram í lögunum.“ Sýningarnar verða tvær, þann ellefta og sextánda desember. Jól Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Jól Jól Gömul þula um Grýlubörn Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Búa til eigin jólabjór Jól Fyrstu skíðin Jól
Björgvin Franz Gíslason leikari dýrkar jólin og á góðar minningar frá æsku tengdar þeim en pabbi hans, leikarinn góðkunni Gísli Rúnar Jónsson, lagði sig fram um að gera jólin eins kósí og skemmtileg og hægt var. „Pabbi var þannig að það var ekki bara ein tegund af hnetum á boðstólum heldur sjö, þær voru í skálum úti um allt en svo borðaði enginn hnetur en það skipti engu máli, hann vildi bara fá stemninguna. Hann fer alltaf alla leið í því sem hann gerir og til dæmis voru ekki bara sex til tíu pakkar á mann hjá okkur heldur var öllu pakkað inn, niður í smæstu tölur og pakkarnir voru úti um allt,“ segir Björgvin og skellihlær. Björgvin og eiginkona hans, Berglind Ólafsdóttir, héldu sín fyrstu jól þegar yngri dóttir þeirra fæddist. Björgvin segist þá hafa fattað hvernig hann vildi hafa jólin sín; rólegri. „Með fullri virðingu fyrir fjölskyldunni minni, mér finnst hún æðisleg og hef gaman af þessari geðbilun sem var í gangi, en við hjónin vildum fara einhvern milliveg. Ég tók það besta frá pabba en vildi líka eiga rólegheitin.“Björgvin setur upp sýninguna Hnallþórujól Björgvins Franz og Estherar Jökuls í Gaflaraleikhúsinu fyrir jól.Vísir/GVAMargar skemmtilegar jólaminningar koma upp í huga Björgvins þegar hann er inntur eftir einni slíkri og fer ein þeirra hér á eftir. „Ég trúði lengi á jólasveininn og fannst fúlt þegar krakkarnir voru að tala um að þetta væru bara mamma og pabbi sem gæfu í skóinn. Þegar kom að þeim tíma að ég var ekki alveg viss í trúnni þá bjuggum við á Óðinsgötu í flottu húsi en á því voru svalir sem enginn mátti fara út á þar sem þær voru hættulegar. Eitt kvöldið kom systir mín, sem var svolítið stríðin og hafði gaman af því að hræða mig, og sýndi mér jólasveininn sem stóð úti á þessum svölum sem enginn mátti vera úti á og hann vinkaði mér, alveg í brjáluðu stuði. Ég fæ enn þá gæsahúð þegar ég hugsa um þetta og þetta er alveg ótrúleg minning. Ég var síðan alltaf að reyna að spyrja hana hver þetta hefði verið en hún svaraði engu. Fyrir einu eða tveimur árum spurði ég hana aftur en þá mundi hún ekkert eftir þessu. Hún svaraði mér í algjörri einlægni, ég þekki hana og hún er góð leikkona en ekki svona góð og þetta gerði minninguna bara enn frábærari. Fyrir mér er þetta bara ótrúlegt jólakraftaverk og ég kýs að trúa því að jólasveinninn hafi bara mætt þarna,“ segir Björgvin glettinn á svip. Þar sem Björgvin hefur lengi verið aðdáandi dæmigerðra bandarískra jóla ákvað hann ásamt söngkonunni Esther Jökulsdóttur að setja á svið sýninguna Hnallþórujól Björgvins Franz og Estherar Jökuls í Gaflaraleikhúsinu. Þar munu þau, ásamt hljómsveit, flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins í anda Ellu Fitzgerald, Deans Martin og fleiri góðra skemmtikrafta. „Hugmyndin er að skapa ósvikna stemningu eins og best sást í amerískum jólaskemmtiþáttum frá þessum tíma þar sem ýkt og fölskvalaus gleði réð ríkjum en einlægnin kom fram í lögunum.“ Sýningarnar verða tvær, þann ellefta og sextánda desember.
Jól Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Jól Jól Gömul þula um Grýlubörn Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Búa til eigin jólabjór Jól Fyrstu skíðin Jól