Eftir 10 mánaða samband hafa þau Katy Perry og Orlando Bloom ákveðið að hætta saman. Ekki er vitað hver ástæðan fyrir sambandsslitunum er en þau komu aðdáendum þeirra töluvert á óvart.
Það eru aðeins nokkrar vikur frá því að þau klæddu sig saman sem Bill og Hillary Clinton á hrekkjavökunni en búningarnir slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Heimildarmönnum parsins fer ekki saman um hver það var sem batt enda á sambandið.
Sumir segja að Orlando hafi ekki verið tilbúinn í hjónaband og fleiri börn, en hann á fyrir soninn Flynn með fyrirsætunni Miranda Kerr. Aðrir segja að Katy hafi fundist þau vera stefna í sitthvora áttina og því ákveðið að slíta sambandinu.
