Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 14:52 Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. Mynd/Steinar B. Aðalbjörnsson Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28