Konur valdamiklar í ÍA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 11:15 Kvenskörungar á Skaganum. Regína Ásvaldsdóttir er fyrsti kvenbæjarstjórinn í 74 ára sögu Akraness, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir er fyrsti kvenkyns formaður ÍA, Hildur Karen er fyrsta konan til að gegna íþróttafulltrúastöðu ÍA og Hulda Birna Baldursdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA, er önnur konan í þeirri stöðu. Mynd/Jónas Ottósson Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira