Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.
Hrafnhildur synti á 1:00,31 mínútu en gamla metið hennar, sem var sett í fyrra, er 1:00,63 mínútur.
Hrafnhildur synti á mun betri tíma en í undanrásunum. Þá kom hún í bakkann á 1:00,79 mínútum.
Nýja Íslandsmetið dugði Hrafnhildi þó ekki til að komast í úrslit. Til þess hefði hún þurft að synda undir 1:00,05 mínútum.
Hrafnhildur endaði í 11. sæti en átta keppendur fóru í úrslit.
Nýtt Íslandsmet dugði Hrafnhildi ekki til að komast í úrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport



Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn