Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.
Hrafnhildur synti á 1:00,31 mínútu en gamla metið hennar, sem var sett í fyrra, er 1:00,63 mínútur.
Hrafnhildur synti á mun betri tíma en í undanrásunum. Þá kom hún í bakkann á 1:00,79 mínútum.
Nýja Íslandsmetið dugði Hrafnhildi þó ekki til að komast í úrslit. Til þess hefði hún þurft að synda undir 1:00,05 mínútum.
Hrafnhildur endaði í 11. sæti en átta keppendur fóru í úrslit.
