Coco Chanel sjálf bjó á hótelinu í 35 ár svo að staðsetningin er þýðingarmikil fyrir tískuhúsið. Það sýndi sig á gestalistanum sem og fyrirsætunum sem gengu afslappaða tískupallinn á milli borðana í salnum.
Lily-Rose Depp gekk sína fyrstu tískusýningu en hún var andlit sólgleraugnalínu Chanel fyrr á árinu og er núna andlit Chanel No.5 L'eau. Sofia Richie gekk einnig pallinn í fyrsta skiptið en með þeim var reynsluboltinn Cara Delevigne. Georgia May Jagger var einnig á meðal fyrirsæta en það er langt síðan hún hefur komið fram á tískusýningum.






