Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi í nótt á HM í 25 metra laug sem fram fer í Kanada þessa dagana. Hún bætti einnig metið í undanrásum en í nótt synti hún metrana 50 á 30,47 sekúndum.
Hrafnhildur komst þó ekki í úrslit í greininni en hún varð í heildina í 14. sæti. Aðeins átta bestu sundkonurnar komust í úrslitasundið sem fram fer seinna í kvöld.
Til þess að komast í úrslit hefði Hrafnhildur, sem hefur annars átt frábært ár, þurft að synda á 30,33 sekúndum.
Hrafnhildur keppir næst á föstudaginn í 100 metra bringusundi.
