Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 13:30 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, af flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty „Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum. Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum.
Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira