Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr. Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr.
Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira