Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Ritstjórn skrifar 19. desember 2016 16:30 Innsetningin vakti mikla lukku. Myndir/Eygló Gísla Síðastliðið föstudagskvöld fór fram sýning á fata- og fylgihlutalínunni USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA, í rými Minor Coworking úti á Granda. Það voru margir sem létu sjá sig á þessari glæsilegu sýningu sem féll vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin var í formi innsetningar þar sem hljómsveitin aYia spilaði undir. USELESS er fata & fylgihlutalína úr hreindýraleðri. Innblástur línunnar er dreginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi. Nafnið USELESS, er ætlað til að vekja athygli á sóun á verðmætum en á sama tíma hvetja notandann til þess að taka ábyrgð þegar kemur að tísku og innkaupum. ALVARA samanstendur af hönnuðunum Ágústu Sveinsdóttur og Elísabetu Karlsdóttur. Myndir frá innsetningunni eru teknar af Eygló Gísladóttur en Anna Maggý myndaði línuna fyrir sérstakt Zine sem var gefið út samhliða. Mest lesið Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Ofurfyrirsæturnar samankomnar hjá Balmain Glamour Balmain fyrir börnin Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Kominn tími á strigaskóna Glamour Förðunin á tískuvikunni í New York: Sunnudagur Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour
Síðastliðið föstudagskvöld fór fram sýning á fata- og fylgihlutalínunni USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA, í rými Minor Coworking úti á Granda. Það voru margir sem létu sjá sig á þessari glæsilegu sýningu sem féll vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin var í formi innsetningar þar sem hljómsveitin aYia spilaði undir. USELESS er fata & fylgihlutalína úr hreindýraleðri. Innblástur línunnar er dreginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi. Nafnið USELESS, er ætlað til að vekja athygli á sóun á verðmætum en á sama tíma hvetja notandann til þess að taka ábyrgð þegar kemur að tísku og innkaupum. ALVARA samanstendur af hönnuðunum Ágústu Sveinsdóttur og Elísabetu Karlsdóttur. Myndir frá innsetningunni eru teknar af Eygló Gísladóttur en Anna Maggý myndaði línuna fyrir sérstakt Zine sem var gefið út samhliða.
Mest lesið Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Ofurfyrirsæturnar samankomnar hjá Balmain Glamour Balmain fyrir börnin Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Kominn tími á strigaskóna Glamour Förðunin á tískuvikunni í New York: Sunnudagur Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour