Birgir Hilmars stýrði hljómsveit James Bond í Abbey Road Benedikt Bóas skrifar 19. desember 2016 08:00 Birgir segir að reynslan við að vinna við aðstæður í Abbey Road með tónlistarmönnum á heimsmælikvarða hafi verið ómetanlegt. Mynd/Úr einkasafni „Þegar ég kom fyrst inn í salinn á þessu fornfræga hljóðveri þá fannst mér hann ekki merkilegur að sjá og minna einna helst á gamlan íþróttasal í grunnskóla. En þegar sinfóníuhljómsveitin byrjaði að spila verkið og við heyrðum það sem kom út úr hátölurunum, þá fékk ég gæsahúð og gerði mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég stóð frammi fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson, sem tók nýverið upp 55 manna sinfóníuhljómsveit í hinu víðfræga Abbey Road-hljóðveri. Veigar Margeirsson stjórnaði hljómsveitinni.Birgir á tröppunum fyrir framan Abbey Road stúdíóið í London.Mynd/Úr einkasafniBirgir gerði tónlist fyrir auglýsingaherferð Thomson-ferðaskrifstofunnar en fyrsta auglýsingin er frumsýnd í dag í Bretlandi. Ferlið var töluvert langt en hann var búinn að vinna nokkrum sinnum með stofunni sem sá um verkefnið. „Ég var í raun búinn að afskrifa verkefnið eftir að hafa ekkert heyrt í nokkra mánuði, en svo komu góðu fréttirnar og þá breyttist allt aftur og ég hoppaði af kæti.“ Abbey Road er víðfrægt hljóðver en trúlega tengja flestir það við Bítlana enda tóku þeir upp mestallt sitt efni þar á árunum 1962-1970. „Ég reyndi að halda kúlinu allan daginn og það tókst ágætlega. Það var 12 manna teymi inni í stjórnherberginu með okkur allan tímann og maður varð að líta út fyrir að vera atvinnumaður, þó að það hafi verið erfitt á köflum, því mann langaði helst að hoppa, fíflast og kætast yfir þessu öllu saman,“ segir hann léttur. Sinfóníuhljómsveitin Chamber Orchestra of London hefur spilað undir í mörgum kvikmyndum eins og James Bond og Harry Potter og sjónvarpsþáttaröðunum Planet Earth og Downton Abbey. Hljómsveitin hefur unnið með mörgum tónskáldum sem Birgir lítur upp til og viðurkennir hann að hafa verið örlítið stressaður þegar hann ávarpaði sveitina í fyrsta sinn. „Það var alger draumur að vinna með þeim. Betri klassískum hljóðfæraleikurum hef ég ekki unnið með áður, maður gæti alveg vanist þessu.“ Birgir er að vinna að sinni annarri breiðskífu og er búinn að semja 11 lög. „Ég sem bæði einn og með konunni minni og vinum og án þeirra væri ég ekki kominn svona langt og hefði líklega ekki haldið þetta út. Mér finnst ég vera að kafa dýpra í sjálfan mig á þessari plötu. Eins og fyrri platan, þá er þessi einnig mjög persónuleg og fjallar um þá hluti sem ég og mínir erum að takast á við í lífinu. Þessi lög eru öll sprottin af tilfinningum, án þeirra hefðu lögin líklega ekki orðið til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þegar ég kom fyrst inn í salinn á þessu fornfræga hljóðveri þá fannst mér hann ekki merkilegur að sjá og minna einna helst á gamlan íþróttasal í grunnskóla. En þegar sinfóníuhljómsveitin byrjaði að spila verkið og við heyrðum það sem kom út úr hátölurunum, þá fékk ég gæsahúð og gerði mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég stóð frammi fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson, sem tók nýverið upp 55 manna sinfóníuhljómsveit í hinu víðfræga Abbey Road-hljóðveri. Veigar Margeirsson stjórnaði hljómsveitinni.Birgir á tröppunum fyrir framan Abbey Road stúdíóið í London.Mynd/Úr einkasafniBirgir gerði tónlist fyrir auglýsingaherferð Thomson-ferðaskrifstofunnar en fyrsta auglýsingin er frumsýnd í dag í Bretlandi. Ferlið var töluvert langt en hann var búinn að vinna nokkrum sinnum með stofunni sem sá um verkefnið. „Ég var í raun búinn að afskrifa verkefnið eftir að hafa ekkert heyrt í nokkra mánuði, en svo komu góðu fréttirnar og þá breyttist allt aftur og ég hoppaði af kæti.“ Abbey Road er víðfrægt hljóðver en trúlega tengja flestir það við Bítlana enda tóku þeir upp mestallt sitt efni þar á árunum 1962-1970. „Ég reyndi að halda kúlinu allan daginn og það tókst ágætlega. Það var 12 manna teymi inni í stjórnherberginu með okkur allan tímann og maður varð að líta út fyrir að vera atvinnumaður, þó að það hafi verið erfitt á köflum, því mann langaði helst að hoppa, fíflast og kætast yfir þessu öllu saman,“ segir hann léttur. Sinfóníuhljómsveitin Chamber Orchestra of London hefur spilað undir í mörgum kvikmyndum eins og James Bond og Harry Potter og sjónvarpsþáttaröðunum Planet Earth og Downton Abbey. Hljómsveitin hefur unnið með mörgum tónskáldum sem Birgir lítur upp til og viðurkennir hann að hafa verið örlítið stressaður þegar hann ávarpaði sveitina í fyrsta sinn. „Það var alger draumur að vinna með þeim. Betri klassískum hljóðfæraleikurum hef ég ekki unnið með áður, maður gæti alveg vanist þessu.“ Birgir er að vinna að sinni annarri breiðskífu og er búinn að semja 11 lög. „Ég sem bæði einn og með konunni minni og vinum og án þeirra væri ég ekki kominn svona langt og hefði líklega ekki haldið þetta út. Mér finnst ég vera að kafa dýpra í sjálfan mig á þessari plötu. Eins og fyrri platan, þá er þessi einnig mjög persónuleg og fjallar um þá hluti sem ég og mínir erum að takast á við í lífinu. Þessi lög eru öll sprottin af tilfinningum, án þeirra hefðu lögin líklega ekki orðið til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“