Var Snorri Hjartarson rasisti? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2016 12:30 Bækur Sonnettan Sigurjón Magnússon Útgefandi: Ugla 2016 Fjöldi síðna: 141 Er íslenskukennari sem heldur því til streitu að hafa ljóð Snorra Hjartarsonar, Land, þjóð og tunga, á námsskránni þar með orðinn þjóðernissinni og rasisti? Sú spurning liggur til grundvallar í nýrri skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Sonnettunni. Svarið er svo sem ekki einhlítt, en meðal þess sem Sigurjón veltir upp í sögunni er hvernig umræðan stimplar fólk og dregur í dilka á þeim forsendum einum að því sé annt um þjóðmenninguna og menningararfinn. Tómas, söguhetjan, hefur sagt starfi sínu sem menntaskólakennari lausu eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir rétttrúnaði samstarfsmanna sinna og verið neitað um að láta nemendur lesa umrædda sonnettu. Hann er úthrópaður rasisti fyrir vikið og meira að segja eiginkonan, Selma, stendur með andstæðingum hans í þessari baráttu. Reyndar eru þau hjónakorn ansi lítið sammála um nokkurn hlut og hjónabandið löngu orðið holt að innan. Til að reyna að bjarga því sem bjargað verður drífur Tómas þau í þriggja vikna frí á sólarströnd á Spáni, en fær fljótt ástæðu til að sjá eftir þeirri ákvörðun. Sól og strandlíf lækna ekki hjónabandsmeinin, brátt dregur til þeirra tíðinda sem hann óttast mest og leikar æsast allhressilega. Helsti styrkur Sigurjóns Magnússonar sem höfundar er virðing hans fyrir mætti orðanna og varleg meðferð hans á þeim. Hvert orð er vandlega valið og hann hefur einstakt lag á því að draga upp sterkar myndir og aðstæður án þess að missa sig í orðavaðal og ofskýringar. Saga þeirra Tómasar og Selmu er gamalkunnug og hefur verið viðfangsefni margra skáldsagna í gegnum tíðina; gjáin sem myndast milli elskenda þegar hversdagsleikinn og togstreitan um hvað skipti máli fara að yfirgnæfa ástarneistann, en Sigurjóni tekst að segja þessa sögu á einstæðan hátt og velta upp spurningum um það hvað skipti í raun máli í lífinu. Persónur eru vel dregnar, helst að eiginkonan Selma sverji sig í ætt staðalmynda um hina ófullnægðu konu, en frústrasjón hennar verður samt skiljanleg og ekki laust við að lesandinn hafi með henni vissa samúð. Tómas sjálfur er einstaklega ósympatísk aðalpersóna, en vissulega ansi kunnuglegur bæði úr skáldsögum og raunveruleika. Fræðimaðurinn sem lifir í bókum, hangir á prinsippum og gleymir því sem skiptir máli í hversdagsleikanum. Aðrar persónur eru meiri svipmyndir, fulltrúar ákveðinna þjóðfélagshópa, en allar vel gerðar og trúverðugar sem slíkar. Helst að flagarinn Höskuldur Briem sé ótrúverðug steríótýpa sem höfundur greinilega hefur enga samúð með. Sagan rennur vel og bregður upp myndum af aðstæðum sem allir sólarlandafarar þekkja, spaugilegum á köflum en alltaf með dimmum undirtóni; maður er manni úlfur. Í heild er Sonnettan afskaplega vönduð og vel smíðuð saga sem allrar athygli er verð, en skilur svo sem ekki mikið eftir í huga lesandans.Niðurstaða: Vel smíðuð og enn betur stíluð saga sem veltir upp spurningum sem brenna á samtímanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember. Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Sonnettan Sigurjón Magnússon Útgefandi: Ugla 2016 Fjöldi síðna: 141 Er íslenskukennari sem heldur því til streitu að hafa ljóð Snorra Hjartarsonar, Land, þjóð og tunga, á námsskránni þar með orðinn þjóðernissinni og rasisti? Sú spurning liggur til grundvallar í nýrri skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Sonnettunni. Svarið er svo sem ekki einhlítt, en meðal þess sem Sigurjón veltir upp í sögunni er hvernig umræðan stimplar fólk og dregur í dilka á þeim forsendum einum að því sé annt um þjóðmenninguna og menningararfinn. Tómas, söguhetjan, hefur sagt starfi sínu sem menntaskólakennari lausu eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir rétttrúnaði samstarfsmanna sinna og verið neitað um að láta nemendur lesa umrædda sonnettu. Hann er úthrópaður rasisti fyrir vikið og meira að segja eiginkonan, Selma, stendur með andstæðingum hans í þessari baráttu. Reyndar eru þau hjónakorn ansi lítið sammála um nokkurn hlut og hjónabandið löngu orðið holt að innan. Til að reyna að bjarga því sem bjargað verður drífur Tómas þau í þriggja vikna frí á sólarströnd á Spáni, en fær fljótt ástæðu til að sjá eftir þeirri ákvörðun. Sól og strandlíf lækna ekki hjónabandsmeinin, brátt dregur til þeirra tíðinda sem hann óttast mest og leikar æsast allhressilega. Helsti styrkur Sigurjóns Magnússonar sem höfundar er virðing hans fyrir mætti orðanna og varleg meðferð hans á þeim. Hvert orð er vandlega valið og hann hefur einstakt lag á því að draga upp sterkar myndir og aðstæður án þess að missa sig í orðavaðal og ofskýringar. Saga þeirra Tómasar og Selmu er gamalkunnug og hefur verið viðfangsefni margra skáldsagna í gegnum tíðina; gjáin sem myndast milli elskenda þegar hversdagsleikinn og togstreitan um hvað skipti máli fara að yfirgnæfa ástarneistann, en Sigurjóni tekst að segja þessa sögu á einstæðan hátt og velta upp spurningum um það hvað skipti í raun máli í lífinu. Persónur eru vel dregnar, helst að eiginkonan Selma sverji sig í ætt staðalmynda um hina ófullnægðu konu, en frústrasjón hennar verður samt skiljanleg og ekki laust við að lesandinn hafi með henni vissa samúð. Tómas sjálfur er einstaklega ósympatísk aðalpersóna, en vissulega ansi kunnuglegur bæði úr skáldsögum og raunveruleika. Fræðimaðurinn sem lifir í bókum, hangir á prinsippum og gleymir því sem skiptir máli í hversdagsleikanum. Aðrar persónur eru meiri svipmyndir, fulltrúar ákveðinna þjóðfélagshópa, en allar vel gerðar og trúverðugar sem slíkar. Helst að flagarinn Höskuldur Briem sé ótrúverðug steríótýpa sem höfundur greinilega hefur enga samúð með. Sagan rennur vel og bregður upp myndum af aðstæðum sem allir sólarlandafarar þekkja, spaugilegum á köflum en alltaf með dimmum undirtóni; maður er manni úlfur. Í heild er Sonnettan afskaplega vönduð og vel smíðuð saga sem allrar athygli er verð, en skilur svo sem ekki mikið eftir í huga lesandans.Niðurstaða: Vel smíðuð og enn betur stíluð saga sem veltir upp spurningum sem brenna á samtímanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember.
Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira