Fékk þriggja ára bann fyrir þessa ruddatæklingu á kvenkynsdómara | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 15:30 Vísir/Samsett mynd Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira