Vill að brugðist verði við offramleiðslunni Sveinn Arnarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Afurðastöðvarnar segja ekki mikla framlegð í lambakjöti eins og staðan er í dag. Vísir/Pjetur Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent