Flokksleiðtogar missaga um milljarða í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 13:04 Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira