Ríkið greiðir hátt í 100 milljarða nái lífeyrisfrumvarp fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:45 Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent