Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:29 Katrín segir tímabært að horfa til myndunar minnihlutastjórnar. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. Þetta sagði Katrín í hádegisfréttum RÚV. Katrín hefur sagt að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári svo hægt verði að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis,- mennta- og samgöngumálum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í kjölfarið að útgjaldatillögur VG væru svo háar að til þess að fjármagna þær þurfi að hækka tekjuskatt. Það segir Katrín rangt. Hún segir í samtali við mbl.is að flokkurinn hafi reiknað það út að auðlegðarskatturinn gæti skilað um tíu milljörðum króna í ríkissjóð, en fréttastofa náði ekki tali af Katrínu vegna málsins. Þá sagði hún í samtali við RÚV að tímabært sé að horfa til myndunar minnihlutastjórnar og segist ekki útiloka að taka sæti í þeirri stjórn. Forseti Íslands ákvað í gær að veita engum einum umboð til myndunar meirihlutastjórnar á Alþingi. Viðræður fimmflokkanna strönduðu meðal annars á kröfum Vinstri grænna um aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs upp á tæpa þrjátíu milljarða. Ekki er víst að Sjálfstæðisflokknum gangi betur að semja um þessi mál við Vinstri græn en flokkunum fjórum sem Vinstri græn voru í viðræðum við. Alþingi Tengdar fréttir VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. Þetta sagði Katrín í hádegisfréttum RÚV. Katrín hefur sagt að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári svo hægt verði að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis,- mennta- og samgöngumálum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í kjölfarið að útgjaldatillögur VG væru svo háar að til þess að fjármagna þær þurfi að hækka tekjuskatt. Það segir Katrín rangt. Hún segir í samtali við mbl.is að flokkurinn hafi reiknað það út að auðlegðarskatturinn gæti skilað um tíu milljörðum króna í ríkissjóð, en fréttastofa náði ekki tali af Katrínu vegna málsins. Þá sagði hún í samtali við RÚV að tímabært sé að horfa til myndunar minnihlutastjórnar og segist ekki útiloka að taka sæti í þeirri stjórn. Forseti Íslands ákvað í gær að veita engum einum umboð til myndunar meirihlutastjórnar á Alþingi. Viðræður fimmflokkanna strönduðu meðal annars á kröfum Vinstri grænna um aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs upp á tæpa þrjátíu milljarða. Ekki er víst að Sjálfstæðisflokknum gangi betur að semja um þessi mál við Vinstri græn en flokkunum fjórum sem Vinstri græn voru í viðræðum við.
Alþingi Tengdar fréttir VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Sjá meira
VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00