Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Erfitt fyrir „einsmálsflokkana“ að gera málamiðlanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 09:44 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira