Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Erfitt fyrir „einsmálsflokkana“ að gera málamiðlanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 09:44 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent