Bryndís Rún Hansen, úr Óðni, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í dag.
Bryndís synti á 59,95 sekúndum í dag. Gamla metið hennar, sem var orðið fimm ára gamalt, var 1:00,25.
Bryndís endaði í 27. sæti í greininni og komst ekki í millirðla. Til þess að komast þangað þurfti að synda undir 58,20 sekúndum.
