Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú þingmaður flokksins. Vísir „Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira